Samherji hf. er í hópi umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og byggist rekstur félagsins á sjófrystingu, landvinnslu á bolfiski,  fiskeldi og markaðs- og sölustarfsemi. Styrkur Samherja felst í þátttöku í flestum greinum sjávarútvegsins og því að sem matvælaframleiðslufyrirtæki annast félagið sjálft ferlið frá veiðum til markaðar. Stór hluti umsvifa Samherja og dótturfélaga er utan Íslands, bæði í útgerð, vinnslu í landi og markaðsmálum.
Samherji hf. hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum, fullkomnum verksmiðjum í landi og eigin sölustarfsemi.  Með þetta í farteskinu stefnir félagið að því að vera áfram í fararbroddi í sjávarútvegi, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi.

Stefna Samherja hf. er:

– Að vera í forystu í veiðum, vinnslu og markaðssetningu sjávarafurða og hafa þannig stjórn á sem stærstum hluta virðiskeðju fyrirtækisins.

– Að reka öflugt fyrirtæki sem skilar eigendum sínum arði og starfsmönnum áhugaverðu starfsumhverfi

Upplýsingar

Heimilisfang:

Glerárgata 30 600 Akureyri, Iceland

GPS:

65.68767141778022, -18.09782609510887

Vefsíða: