Fyrirtækið

Íslenska lögfræðistofan er traust og framsækin lögmannsstofa með starfsstöð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Lögmannsstofan var stofnuð árið 2008 og bar nafnið ERGO lögmenn þar til hún tók upp nafnið Íslenska lögfræðistofan árið 2012.

Markmið Íslensku lögfræðistofunnar er að veita viðskiptavinum sínum faglega og persónulega þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, banka eða einstaklinga, hér á landi sem og erlendis.

Lögmenn stofunnar, sem búa yfir víðtækri reynslu af lögmannsstörfum og lögfræðilegri ráðgjöf, kappkosta við að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna í hvívetna með fagmennsku að leiðarljósi.

Eigendur Íslensku lögfræðistofunnar eru Arnar Kormákur Friðriksson hdl, Eggert Páll Ólason hdl., Haukur Örn Birgisson hrl. og Ómar Örn Bjarnþórsson hdl.

Íslenska lögfræðistofan
Smáratorgi 3
201 KópavogiSími: 412 2800
Fax: 412 2801Fáðu leiðbeiningar

Þjónusta

Lögmenn stofunnar annast alla almenna lögfræðiráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og erlenda aðila. Viðtæk reynsla starfsmanna Íslensku lögfræðistofunnar tryggir viðskiptavinum örugga, vandaða og skjóta þjónustu. Þjónustu Íslensku lögfræðistofunnar má skipta niður á þrjú svið.

ALMENNT SVIÐ

Meðal verkefna sem lögmenn stofunnar sinna fyrir einstaklinga má nefna almenna samningsgerð, hagsmunagæslu vegna umferðar- og vinnuslysa, mál á sviði vinnuréttar, fasteignakauparéttar, erfðaréttar og eignaréttar auk verjendastarfa í sakamálum.
Nánar um Almennt svið

FYRIRTÆKJASVIÐ

Verkefni stofunnar á fyrirtækjasviði eru m.a. fólgin í ráðgjöf vegna kaupa og sölu fyrirtækja, samningsgerðar, gerð áreiðanleikakannana og hagsmunagæslu á sviði samkeppnismála. Einnig býður Íslenska lögfræðistofan viðskiptavinum sínum lögfræðilega innheimtu vanskilakrafna
Nánar um Fyrirtækjasvið

ALÞJÓÐASVIÐ

Lögmannastofan hefur yfir að ráða lögmönnum með reynslu af alþjóðlegum viðskipta- og samningarétti sem hefur nýst viðskiptavinum stofunnar við úrlausn mála þar sem sérstaklega reynir á þekkingu á evrópskri löggjöf. Íslenska lögfræðistofan er aðili að Council of Bars and Laws Societies of Europe, CCBE.
Nánar um Alþjóðasvið

Starfsmenn

Hjá Íslensku lögfræðistofunni starfa lögfræðingar með víðtæka reynslu af hagsmunagæslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og opinberar stofnanir. Allir starfsmenn Íslensku lögfræðistofunnar kappkosta að veita viðskiptavinum stofunnar faglega og persónulega þjónustu þar sem sérþekking hvers starfsmanns nýtist til fulls.

LÖGMENN

Arnar Kormákur Friðriksson
Héraðsdómslögmaður
kormakur@il.isNánar
Ómar Örn Bjarnþórsson
Héraðsdómslögmaður
omar@il.isNánar
Eggert Páll Ólason
Héraðsdómslögmaður
eggert@il.isNánar
Eva Hrönn Jónsdóttir
Hæstaréttarlögmaður
eva@il.isNánar
Haukur Örn Birgisson
Hæstaréttarlögmaður
haukur@il.isNánar
Svanhvít Yrsa Árnadóttir
Héraðsdómslögmaður
svanhvityrsa@il.isNánar
Unnur B. Vilhjálmsdóttir
Héraðsdómslögmaður
unnur@il.isNánar

SKRIFSTOFA

Íris Hrönn Kristinsdóttir
Fjármálastjóri
iris@il.isNánar
Svanhvít Þórarinsdóttir
Aðstoðarmaður lögmanna
svanhvit@il.isNánar

Upplýsingar

Heimilisfang:

Smáratorgi 3 201 Kópavogi

GPS:

64.10256767912139, -21.87845959926392

Netfang:
Vefsíða: