Sælgætisgerðin Góa var stofnuð þann 1. janúar 1968. Til að byrja með átti fyrirtækið eina karamelluvél en árið 1973 hófst framleiðsla á Hraun-súkkulaðinu sem hefur verið vinsælasta vara fyrirtækisins upp frá því.

 

Árið 1993 runnu í eina sæng tvær ástsælustu sælgætisgerðir landsins, Góa í Hafnarfirði og Linda á Akureyri, og í september 2002 keypti Góa svo rekstur lakkrísgerðarinnar Drift sf.

 

Meðal helstu framleiðsluvara Góu eru Hraun, Æði, Toffí, Prins, Flórída, Brak, Lindubuff, Conga og Appolo lakkrís. Samhliða framleiðslu flytur fyrirtækið inn sælgæti sem dreift er til söluturna og dreifingaraðila.

 

Góa er í dag næststærsti sælgætisframleiðandi landsins. Starfsmannafjöldinn er um 50 manns og hafa sumir þeirra starfað hjá fyrirtækinu í yfir 40 ár. Framkvæmdastjóri Góu er Helgi Vilhjálmsson.

Opnunartímar

Mánudagur

8-17

Þriðjudagur

8-17

Miðvikudagur

8-17

Fimmtudagur

8-17

Föstudagur

8-16

Laugardagur

-

Sunnudagur

-

Upplýsingar

Heimilisfang:

Garðahraun 2

GPS:

64.07523295462836, -21.92971888694717

Sími:
Netfang:
Vefsíða: